→ AFSLÆTTIR OG ÚTSÖLUR

Síðan við opnuðum verslun okkar árið 2020 höfum við haft það að stefnu okkar að elta ekki tískubylgjur. Það á bæði við í vöruúrvali og í söluaðferðum.

Þetta sést einna helst í því að við erum sjaldnast með vörur á afslætti eða útsölu. Við leitumst við að vera með samkeppnishæf verð og teljum að verðugt sé að eiga og halda upp á vörur okkar til lengri tíma. 

Það getur vel farið svo að einstakar vörur séu boðnar á útsölu eða afslætti þegar þær hætta í framleiðslu/sölu og/eða ef um sýningareintak er að ræða — en við erum aldrei að losa pláss í versluninni til að taka inn það nýja sem er í tísku hverju sinni. 

Eitthvað sem við munum aldrei gera er að bjóða afslátt af vöru, en hækka verð hennar nokkrum dögum áður en það gerist — eða kaupa vörur inn sérstaklega til að setja beint á afslátt. Ef vara fer á afslátt hjá okkur er öruggt að þú hafir fengið frábært verð fyrir hana.

Við lítum ekki á okkur sem áhrifavalda þegar kemur að tískustraumum, en við fylgjum tískubylgjum ekki heldur. Singles Day, Black Friday og Cyber Monday eru þar engin undantekning.